Jæja þá fer þessari 7 veiðiferð ársins að ljúka. Það hvíslaði því litill fugl að Mjölni að stefnt yrði að því að vera í landi á miðnætti miðvikudaginn 27 ágúst nk. Þá yrði tekin olía sem tæki ein hverja klukkutíma og síðan yrði skipið fært á löndunarbryggju og flottrollið tekið í land.
Mjölnir vill þakka lesendum sínum samfylgdina í túrnum og viðtökurnar sem hafa verið ágætar. Það skal tekið enn og aftur fram að þetta er einungis til gamans gert og ætlað til að stytta mönnum stundir á hafi úti og vonandi hafa menn getað brosað útí annað við skoðun á snepli þessum. Mjölnir óskar öllum góðrar heimkomu og ánægjulegrar inniveru!
ágúst 2003