4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Hilmar Árni krotar undir í Garðabænum

Skyldulesning

Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Hilmar er virkilega mikilvægur hlekkur í Stjörnuliðinu og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðustu ár. Hann hefur skorað 74 mörk og lagt upp önnur 30 frá því að hann kom frá Leikni Reykjavík árið 2016.

,,Hey já! Gleymdum að segja ykkur frá sumargjöfinni! Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára,“ stóð í tilkynningu sem Stjarnan gaf út á Twitter í dag.

Pepsi Max-deild karla hefst um næstu helgi. Stjarnan á heimaleik gegn Leikni Reykjavík í fyrstu umferð.

Hey já!

Við gleymdum að segja ykkur frá sumargjöfinni!

Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára.

Til hamingju Stjörnufólk!

Skíni Stjarnan#InnMedBoltann https://t.co/eiresiTktZ

— Stjarnan FC (@FCStjarnan) April 23, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir