5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Hinn umdeildi Tommy Robinson í fjögurra ára bann fyrir barsmíðar

Skyldulesning

Tommy Robinson hefur verið dæmdur í fjögurra ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum vegna atviks sem kom í fyrra þegar úrslit Þjóðadeildarinnar fóru fram í Portúgal.

Tommy, sem þekktastur er fyrir baráttu sína gegn íslamisma á Bretlandi og afar umdeildur vegna framgöngu sinnar í þeirri baráttu, var um stund einna þekktastur hér á landi fyrir að hafa ekki mætt til Íslands á fyrirlestur sem hann hafði samið um að halda í Reykjavík þann 17. maí árið 2018.

Þrátt fyrir að vera þekktur undir nafninu Tommy Robinson heitir hann réttu nafni Stephen Yaxley-Lennon, hann kýldi stuðningsmann Englands í jörðina á leik í Portúgal.

Um var að ræða leik í undanúrslitum en enska blaðið Mirror birti fyrst myndskeið af atvikinu. Lögreglan í Bedfordshire tók málið svo fyrir.

Robinson verður bannað að mæta á alla knattspyrnuleiki í Englandi og að auki má hann ekki mæta á landsleiki Englands, hvar svo sem þeir eru í heiminum.

Atvikið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir