3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Hiti í herbúðum Chelsea – Rudiger rekinn af æfingu

Skyldulesning

Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, var rekinn heim af æfingu liðsins í dag eftir að hafa átt í stappi við Kepa Arrizabalaga, markvörð liðsins. Telegraph greinir frá.

Rudiger og Kepa eiga að hafa slegist á æfingunni eftir að Rudiger hafði verið alltof seinn í tæklingu á markmanninum. Ekki er ólíklegt að slæmt tap liðsins gegn WBA í gær hafi haft eitthvað að segja með pirring leikmannana.

Eftir útistöðurnar taldi Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, að Rudiger væri of æstur til að geta klárað æfinguna og sendi hann í sturtu á meðan restin af hópnum kláraði að æfa.

Talið er að Rudiger hafi beðist afsökunnar eftir æfinguna og að málinu sé nú lokið.

Chelsea er í 4.sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan næsta liði. Með tapinu í gær galopnaðist Meistaradeildarbaráttan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir