10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hiti í umræðu um leikskólamál í Garðabæ

Skyldulesning

Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem allir sækjast eftir oddvitasæti flokksins viðurkenna að of hægt hafi gengið að byggja upp leikskólaþjónustu í Urriðaholti.

Þar eru nú 240 börn á leikskólaaldri en aðeins 120 leikskólarými. Þá gera áætlanir ráð fyrir að árið 2024 verði börnin orðin 480.

Bæjaryfirvöld hafa spítt í lófana og undirbúningur að  byggingu nýs leikskóla er langt kominn og verið er að koma upp færanlegum skólastofum til þess að mæta brýnustu þörfinni.

Sjálfstæðismenn í Garðabæ velja á framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á morgun, laugardag. Áslaug Hulda Jónsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir og Almar Guðmundsson bítast um fyrsta sætið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir