1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Hjarðónæmi er óþarft eftir að bólusetningar koma til sögunnar

Skyldulesning

Ef ekki kæmi til bóluefni myndi hjarðónæmi skipta máli því það væri þá eina leiðin til að verja til langframa þá sem eru í hættu.

En um leið og allir þeir sem eru, eða telja sig vera í hættu geta fengið bólusetningu, stendur einungis eftir sá hópur sem veiran er í raun hættulaus. Börn og unglingar munu ekki verða bólusett. Hvers vegna? Jú, vegna þess að fyrir þennan hóp er áhættan af bólusetningunni meiri en áhættan af veirunni. Fyrir fólk undir þrítugu má í raun segja hið sama. Hættan eykst smátt og smátt upp undir fimmtugt, en langstærsti hluti þeirra sem veikjast illa eða deyja undir fimmtugu er fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Bólusetningin mun ná til þessa fólks.

Þegar búið er að verja þá sem verja þarf er því engin þörf fyrir að ná hjarðónæmi.


Innlendar Fréttir