4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Hjartnæm skilaboð Klopps til fyrirliðans

Skyldulesning

Jürgen Klopp sendi Jordan Henderson falleg skilaboð í gær.

Jürgen Klopp sendi Jordan Henderson falleg skilaboð í gær.

AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, las upp hjartnæm skilaboð til Jordans Hendersons, fyrirliða liðsins, í beinni útsendingu á BBC í gær en Henderson var tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá breska ríkissjónvarpinu.

Að lokum varð það Marcus Rashford sem hreppti verðlaunin en hann átti gott ár með Manchester United, ásamt því að vinna ötula í góðgerðamálum og setja á laggirnar samtök sem aðstoða fátæk börn í Bretlandi með skólamáltíðir.

„Halló vinur, halló fyrirliði,“ sagði Klopp.

„Þegar að við urðum Englandsmeistarar í haust þá skrifaðir þú persónulegt bréf til allra leikmanna liðsns og mín. Núna er komið af mér og ég skrifa þér því þetta bréf.

Það er sagt að við í Liverpool séum ekki með neina stórstjörnu heldur sé liðið stórstjarnan okkar. Þetta er allt satt og rétt. Þú ert hins vegar stórstjarnan sem gerir okkur að því liði sem við erum.

Jordan, fólk áttar sig oft ekki á því hversu góður þú ert en ég og liðsfélagar þínir gerum það svo sannarlega. Þú hefur gengið í gengum ýmsilegt hjá Liverpool, hindranir og annað, en þú hefur komist í gegnum allt með einstökum persónuleika.

Þú leiddir félagið til sigurs í ensku úrvalsdeildinni og þar með lauk þrjátíu ára bið. Þú gerðir það með einstöku hugarfari og auðmýkt. Þú ert íþróttamaður í heimsklassa en þú ert ennþá betri manneskja.

Takk fyrir allt elsku vinur og vonandi verður árið 2021 ennþá betra.

Með ást, Jürgen,“ bætti Klopp við.

Innlendar Fréttir