4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Hjartnæmt en sorglegt bréf 9 ára stúlku til jólasveinsins – „Kæri jólasveinn…“

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Samantha Dicken deildi bréfi sem 8 ára gömul dóttir hennar, Kourtney, skrifaði á dögunum til jólasveinsins. Bréfið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en til að mynd fjallaði The Sun um það.

Það sem gerir bréfið hjartnæmt, en um leið sorglegt, er það að Kourtney vill ekki fá neinar jólagjafir. Ástæðan fyrir því er að henni langar í eitthvað sem kemst ekki undir tréð, það er að kórónuveiran fari í burtu, að heimurinn verði eðlilegur á ný.

„Kæri jólasveinn, allt það sem mig langar í um jólin er að heimurinn verði aftur eðlilegur!“ skrifar hin 8 ára Kourtney. „Ég veit ekki hvort þú getir gert það en ef þú getur ekki gert það þá er það allt í lagi. Mér er sama þótt ég fái ekkert, ég á allt, það er að segja allt sem mig vantar. Takk fyrir.“

Samantha deildi myndinni á Facebook en hún fann bréfið í skrifblokk dóttur sinnar. „Eiga börnin ykkar líka erfitt með takmarkanirnar?“ spyr hún á samfélagsmiðlinum. „Ég vona að jólasveinninn geti látið ósk hennar rætast.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir