4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Hjörvar Steinn vann Íslandsbikarinn í skák

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 14.3.2021
| 20:56

Hjörvar Steinn tekur á móti bikarnum.

Hjörvar Steinn tekur á móti bikarnum.

Ljósmynd/Aðsend

Hjörvar Steinn Grétarsson vann í dag Íslandsbikarinn í skák. Með sigrinum varð hann fimmtándi stórmeistari Íslands og tryggði sér um leið keppnisréttt á Heimsbikarmótinu sem fer fram í Sochi í Rússlandi í sumar.

Hjörvar Steinn lagði Hannes Hlífar Stefánsson að velli í síðari skák þeirra í dag. Hann vann fimm af sex kappskákum sem hann tefldi á mótinu og báðar atskákirnar.

Fjórtan kappskákir voru tefldar á mótinu og átta atskákir. Aðeins einni lauk með jafntefli.

Íslandsmótið í skák hefst 29. mars og þar munu sjö af átta keppendum um Íslandsbikarinn taka þátt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir