6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Hjúkrunarfræðingur birtir átakanlega færslu – Skýtur föstum skotum á leikara

Skyldulesning

Enski leikarinn Laurence Fox greindi frá því á Twitter í gær að hann hafi fengið stóran hóp heim til sín í gær í hádegismat. „Við knúsuðumst og borðuðum og töluðum,“ sagði Fox á Twitter. „Þetta var yndislegt. Þið munuð aldrei taka þetta af fólki. Haldið ykkur úti, verndið réttindin ykkar,“ segir Fox og bætir við að ef heilbrigðiskerfið getur ekki tekist á við veiruna þá er það ekki nógu gott. „Undanlátssemi er ofbeldi,“ segir Fox síðan að lokum.

Lesa meira: Hjúkrunarfræðingur birtir sláandi „fyrir og eftir“ mynd – Átta mánuðir í framlínunni gegn Covid

Joanna nokkur, hjúkrunarfræðingur á Englandi, hefur vakið mikla athygli fyrir svar sitt við því sem Fox skrifaði. Joanna birtir mynd af sér eftir vakt í faraldrinum ásamt átakanlegum texta. „Ég var að halda í hönd manneskju á meðan hún dó, ein, án fjölskyldu sinnar eða ástvina sinna sér við hlið. Gaman að þú skulir hafa notið máltíðarinnar,“ skrifar Joanna í tístinu sem hefur vakið gríðarlega mikla athygli en rúmlega 600 þúsund manns hafa sett hjarta við það.

Just held a persons hand as they died alone, without their family or loved ones by their side. Glad you enjoyed your meal. https://t.co/L4FrRUnIdx pic.twitter.com/RWkBELdRXA

— Joanna 🌈 (@joanna_louise0) November 30, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir