10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Hjúkrunarfræðingur birtir sláandi „fyrir og eftir“ mynd – Átta mánuðir í framlínunni gegn Covid

Skyldulesning

Hjúkrunarfræðingurinn Kathryn deilir tveimur myndum hlið við hlið til að vekja athygli á álaginu sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á heilbrigðisstarfsfólk.

Fyrri myndin var tekin í apríl, þegar hún var nýútskrifuð úr hjúkrunarfræðinámi. Seinni myndin var tekin í síðustu viku, eftir að hafa verið í framlínunni gegn Covid í átta mánuði í Bandaríkjunum.

How it started How it’s going pic.twitter.com/cg32Tu7v0B

— kathedrals🇺🇸 (@kathryniveyy) November 22, 2020

Myndirnar hafa vakið gríðarlega athygli og tjáði Kathryn sig frekar um málið í nýrri færslu.

Hún útskýrði að hún elskar að vera hjúkrunarfræðingur en þetta hefur verið erfitt og lærdómsríkt ferli. Hún sagði starfið jafnframt vera heiður og hún myndi ekki vilja gera neitt annað.

„Það er átakanlegt að horfa á fólk deyja, þegar það hefði verið hægt að komast hjá dauða þeirra, það er enn erfiðara þegar þú horfir á sjúklinga deyja á sama hátt, aftur og aftur. Það er hrikalegt að pólitík hafi nú smitað einfalda hluti eins og almenna skynsemi og kurteisi,“ segir hún og vísar til pólitískra átaka um sóttvarnarreglur í Bandaríkjunum.

It is devastating to watch people die when those deaths were avoidable and it’s even more devastating when you watch them die the same way, time after time after time. It’s devastating that basic common sense and decency has been politicized.

— kathedrals🇺🇸 (@kathryniveyy) November 23, 2020

Hún sagði að Covid-19 væri „hræðilegur sjúkdómur“ og hún myndi ekki óska sínum versta óvini að smitast af honum.

„Vinsamlegast reyndu að skilja, að þú ert ekki bara að vernda sjálfa/n þig, þú ert að vernda fólkið í kringum þig.“

Það leið ekki á löngu þar til myndirnar og færslur Kathryn fóru eins og eldur í sinu um netheima. Fjöldi netverja þökkuðu Kathryn fyrir störf hennar og fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni.

Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa fetað í fótspor Kathryn og deilt „fyrir og eftir“ myndum á Twitter.

How it started vs how it’s going 🙃 pic.twitter.com/dMpeh4qsjV

— LYSS⚡️ (@lyssawulf) November 24, 2020

How it started➡️how it’s going pic.twitter.com/d7kc0nbqZE

— Absurd Nurse (@absuRd_Nurse) November 24, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir