10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hlálegur misskilningur

Skyldulesning

  Miðaldra íslensk kona var búsett erlendis.  Einn góðan veðurdag ákvað hún að fljúga til Íslands til að heimsækja vini og ættingja.  Það hafði hún vanrækt í alltof langan tíma.  Aldraður faðir hennar skutlaðist út á flugvöll til að sækja hana.  Hún var varla fyrr komin í gegnum toll og heilsa honum er hún áttaði sig á klaufaskap.

  „Bölvað vesen,“  kallaði hún upp yfir sig.  „Ég gleymdi tollinum!“

  „Hvað var það?“ spurði pabbinn. 

  „Sígarettur og Jack Daniels,“ upplýsti hún.

  „Ég næ í það,“  svaraði hann,  snérist á hæl og stormaði valdmannslegur á móti straumi komufarþega og framhjá tollvörðum.  Hann var áberandi,  næstum tveir metrar á hæð,  íklæddur stífpressuðum jakkafötum,  með bindi og gyllta bindisnælu. 

  Nokkru síðar stikaði hann sömu leið til baka.  Í annarri hendi hélt hann á sígarettukartoni.  Í hinni bar hann Jack Daniels.

  Er freðginin héldu af stað til Reykjavíkur sagði konan:  „Ég skipti gjaldeyri á morgun og borga þér tollinn.“

  „Borga mér?“ spurði öldungurinn alveg ringlaður.

  Í ljós kom misskilningur.  Hann hélt að dóttir sín hefði keypt tollvarninginn en gleymt að taka hann með sér.  Gamli var svo viss um þetta að hann borgaði ekkert. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir