6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Hlaupið í garðinum

Skyldulesning

Það hlýtur að teljast til tíðinda að sl. laugardag var boðað til utanvegahlaups á vegum Hlaupasamtaka Lýðveldisins. Var ætlunin að hlaupa í garðinum hans Ágústs Kvarans í Boðaþingi, sem svo er kallaður. Nokkrir hlauparar boðuðu komu sína og mættu auk prófessorsins Frikki, Einar, Ólafur Gunn, Ólafur skrifari og Maggie. Vilborg og Ólöf gengu.

Nú bregður svo við að er komið er í Boðaþingið, sem tilheyrir algjörum útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu, verður fyrst fyrir húsnæði Hrafnistu og munu tvær grímur hafa runnið á margan hlauparann þegar leit út fyrir að það þyrfti að banka þar upp á og spyrja eftir hr Kvaran. En af óbilandi trú á æsku og þrek prófessors Fróða álpuðust menn nú aðeins lengra og kom þá í ljós að karl býr á fimmtu og efstu hæð í nútímalegu fjölbýlishúsi fyrir heldra fólk.

Hlaup hófst í niðamyrkri og fimbulkulda kl. 9:15 að morgni og var steðjað út á túndruna ísilagða, grýtta og erfiða yfirferðar, oft á tíðum upp í móti. Ágúst þekkir leiðir þarna eins og lófann á sér og stýrði mönnum af mikilli gæsku og framsýni, en jafnframt nokkurri græsku, því iðulega bar við að hann segði að brekkan sem farið væri um væri sú síðasta. Kannast menn við þetta? Yfirleitt merkir þetta að það séu ekki færri en tíu brekkur eftir – ef vel lætur.

Frikki, Ágúst og Maggíe fremst og hurfu okkur smjörbubbum iðulega sjónum. Veður gott þótt kalt væri og útsýni af Vatnsendaheiði óviðjafnanlegt. 12 km lagðir að baki, rúmir, með reglulegum stoppum fyrir myndatökur svo minnti á sunnudagstúra með Ó. Þorsteinssyni. Algjörlega frábær hlaupatúr og full ástæða til að hvetja félaga til þátttöku næst þegar farið verður, laugardaginn 19. desember kl. 9:00. Í næsta nágrenni er Heiðmörkin sem býður upp á endalausa möguleika til hlaupa.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir