Hlegið og grátið yfir fyrstu dönsku bíómyndinni á Viaplay – DV

0
103

Þú getur látið þig hlakka til að hlæja en líka gráta yfir fyrstu dönsku myndinni sem Viaplay frumsýnir á morgun, miðvikudaginn 5. apríl, sem ber heitið CAMINO.

Hvernig myndir þú bregðast við ef þér væri ætlað að ganga 260 kílómetra með pirrandi föður þínum? Svarið við þeirri spurningu má finna í fyrstu dönsku bíómynd Viaplay, CAMINO, sem skrifuð er og leikstýrt af Birgitte Stærmose. CAMINO, eða Jakobsvegurinn eins og við Íslendingar köllum hann gjarnan, verður frumsýnd 5. apríl. Þetta er húmorísk dramamynd um flókið samband föður og dóttur, samband sem virkilega reynir á þegar þau ákveða að uppfylla hinstu ósk móðurinnar; að þau tvö gangi Jakobsveginn saman í brennandi sólinni á Spáni. Hér getur þú horft á klippur úr myndinni.

Lesblind og elst upp á menntaheimili
CAMINO er heiðarleg en líka stundum erfið, saga um Regitze (Danica Curcic), konu á þrítugsaldri. Hún er atvinnulaus, á hvorki kærasta né barn. Hún er lesblind, elst upp á menntaheimili en hefur aldrei fundist að henni sé tekið eins og hún er. Þegar móðir hennar deyr, er Regitze á algjörlega nýjum stað í lífinu. Hún er ófrísk, og það fær hana til að hugsa á nýjan hátt um framtíðina. Á sama tíma glímir hún við samband sitt við föðurinn (Lars Brygmann), en hann hefur hún ekki talað við í langan tíma.

Þekktir leikarar í aðalhlutverkum
Í aðalhlutverkum í CAMINO eru þekkt nöfn. Danica Curcic (Silent Heart, The Chestnut Man, The Exception), Lars Brygmann (Fathers and Mothers, Riders of Justice, Face to Face, Rejseholdet), Kristian Halken (Lykkelige omstændigheder, Borgen, Badehotellet), Katrine Greis-Rosenthal (A Fortunate Man, Fathers and Mothers, A Taste of Hunger), Christian Rubeck (Then You Run, Mellem os) og Spánverjinn Iñaki Ardanaz (Paraíso, Cómo conocí a tu padre).

CAMINO er fyrsta danska bíómyndin frá Viaplay Group. Leikstjórinn, Birgitte Stærmose, á að baki nokkrar þekktar danskar myndir og hefur á síðari árum byggt upp glæsilegan feril á alþjóðavísu (Industry /HBO, The English Game/Netflix). Handritið að myndinni skrifa þau Birgitte Stærmose og Kim Fupz Aakeson (The One and Only, /Utmak/HB).