10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hljóðvist mikilvæg þegar hitnar í kolunum

Skyldulesning

Melína Kolka og Halldór Snær Kristjánsson hafa ekki aðeins áhuga á hvoru öðru heldur deila þau einnig áhuga á tölvuleikjum og rafíþróttum. Þau fluttu nýlega í nýja íbúð á Hlíðarenda og ákváðu þau í heimsfaraldrinum að bæta verulega tölvuleikjaaðstöðuna.

„Þetta er leikjahellirinn, eða svitaklefinn,“ sagði Melína og hló þegar gengið var inn í klefann. 

Sjálf situr hún á „skvísuborðinu“ og Halldór á „gauraborðinu“ við hlið hennar. Blaðamaður mbl.is heimsótti parið í nýjasta þættinum af SETTÖPP.

Þegar hafði parið sýnt hið nýja örþunna sjónvarp en þar spila þau oft PlayStation eða einfaldlega liggja og horfa á Netflix saman.

Parið voru nýjustu gestir þáttarins SETTÖPP.

Parið voru nýjustu gestir þáttarins SETTÖPP. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Í æsingi í tölvuleik

„Það munaði alveg strax ótrúlega miklu,“ sagði Melína um hljóðvistarplöturnar sem komu nýlega upp.

„Bæði út af umhverfisháfaða en líka útaf hvoru öðru,“ hélt Melína áfram en oft eru þau í sitt hvorum leiknum, eða fjarfundum í vinnunni, svo dæmi séu tekin.

„Þetta er náttúrulega bara kassa[laga] herbergi,“ sagði Halldór. Því er auðvelt að ímynda sér glyminn í herberginu áður.

Gauraborðið og svo skvísuborðið fyrir aftan.

Gauraborðið og svo skvísuborðið fyrir aftan. mbl.is/Ari Páll Karlsson

 „Við erum bæði með kannski [hljóðnemana] í gangi og erum að tala og spila og kannski að tala mjög hátt í einhverjum æsingi í tölvuleik. Það munaði alveg helling.“

„Já, þegar hitnar í kolunum,“ sagði Melína þá en hægt er að grípa þau tvö oft eftir vinnu í æsispennandi leikjum, annað hvort saman eða í sitt hvoru lagi með öðrum í gegnum netið.

Sjáðu fjórða þáttinn af SETTÖPP með því að smella á hlekkinn fyrir neðan:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir