2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Hljóp undan lögreglu og út í sjó – Áttaði sig fljótlega á mistökum sínum

Skyldulesning

Af nægu var að taka á páskadagsnótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þó nokkuð virðist hafa verið um ölvun og komu upp all nokkur tilfelli um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum vímuefna.

Rétt eftir kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um mann sem reyndi að komast inn í mannlausar bifreiðar og braust svo inn í ólæsta geymslu. Lögreglan náði tali af manninum og hann gekk sína leið, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt frá því að upp úr klukkan þrjú í nótt hafði lögregla af skipti af ökumanni bifreiðar. Þegar lögregla gaf ökumanninum merki um að stöðva akstur hennar, skipti hann og farþeginn um sæti, en þó ekki laumulegra en það að lögreglumennirnir sáu það. Ekki er að sjá hvað ökuþórunum tveimur gekk til með þessu, því báðir reyndust þeir undir áhrifum vímuefna og voru þeir því báðir handteknir.

Eftir óljósa tilkynningu um líkamsárás í efri byggðum borgarinnar hóf lögreglan leit að meintum árásarmanni. Þegar hún kom auga á hann hljóð aðilinn undan lögreglu og rakleitt út í sjó. „Hann virtist vera fljótur að átta sig á því að það væru mistök og kom kaldur og blautur í land. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa,“ segir í tilkynningu lögreglu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir