2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Hnefaleikadrottningin selur notaða sokka og opnar sig um óhuggulegu skilaboðin

Skyldulesning

Hnefaleikadrottningin Ebanie Bridges er að sýna og sanna að hún er einn áhugaverðasti hnefaleikari samtímans. Hún varð nýverið alþjóðlegur meistari í bantamvigt en frægðin hefur óhuggulegar afleiðingar.

Bridges er frá Ástralíu og er einstaklega hugguleg, ofan á hæfileika hennar í íþróttinni. Hún hefur verið kölluð Ljóshærða sprengjan eða Blonde Bomber, og starfar sem stærðfræðikennari með hnefaleikunum.

Hún opnaði sig nýverið í viðtali við Daily Mail Australia þar sem hún sagðist reglulega fá mjög óþægileg skilaboð frá karlmönnum. Hún er með um 470 fylgjendur á Instagram og eru þeir misjafnlega kurteisir.

„Þeir segja ekki einu sinni „Hæ, hvernig hefur þú það?“ heldur fara bara beint í „Hey, hér er litla typpið mitt“,“ segir Bridges. Sumir senda henni skilaboð og spyrja: „Má ég senda þér mynd af typpinu mínu og þú dæmir það? Mig langar bara svo að vita hvað þér finnst.“

Ebanie Bridges. Mynd/Getty

Henni finnst þetta auðvitað ekki bara óboðlegt heldur algjörlega fáránlegt. „Hvað halda þeir að ég segi? „Til hamingju! Þetta er aldeilis flott typpi!“?“

En hnefaleikaheimurinn getur verið undarlegur og auk þess að vinna fyrir sér með hnefaleikum, styrktarsamningum og stærðfræðikennslu þá græðir hún líka ágætlega á því að selja – bíddu – notaða sokka!

Þegar hún var í Bretlandi nýverið greiddi æstur aðdáandi 900 pund fyrir sokka sem hún var búin að ganga í, eða jafnvirði um 150 þúsund króna. Upphaflega byrjaði hún að selja notaða sokka í gríni en eftirspurnin er nú gríðarleg.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir