-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Höfðar mál vegna dauða Glee-stjörnunnar Naya Rivera

Skyldulesning

Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn.

Rivera drukknaði í vatninu þar sem hún var í siglingu með ungum syni sínum og vill Ryan Dorsey, sem er barnsfaðir Rivera, meina að ekki hafi verið varað nægilega við þeirri hættu sem fylgi sundferðum á þeim slóðum þar sem Rivera drukknaði.

Hinn 33 ára Rivera var þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee.

Í stefnunni kemur fram að í bátnum, sem Rivera hafði tekið á leigu, hafi ekki verið að finna nægan öryggisbúnað svo sem stiga, reipi, akkeri og talstöð til að tryggja mætti að þeir sem stingi sér til sunds frá bátnum ættu ekki á hættu að fjarlægjast bátinn.

Þá væri sömuleiðis ekki að finna neinar viðvaranir um sterka strauma í vatninu, hættu á litluu skyggni og breytilegu dýpi í vatninu.

Rivera hafði tekið flatbytnu á leigu á vatninu þann 8. júlí síðastliðinn og var hún í för með fjögurra ára syni þeirra Dorsey. Barnið fannst eitt og sofandi um borð í bátnum nokkru síðar eftir leit sem ráðist var í eftir að mæðginin höfðu ekki skilað sér til baka. Lík Rivera fannst svo nokkrum dögum síðar. Var metið sem svo að um slys hafi verið að ræða.

Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014 en skildu árið 2018.


Tengdar fréttir


Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu.


Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu.


Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag.


Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir