8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Höfrungur flýr Vestfjarðamið vegna veðurs

Skyldulesning

Veiðin hefur gengið sæmilega að sögn skipstjóra Höfrungs III sem segir skipið nú sigla frá Vestfjarðarmiðum enda er ekki spáð góðu veðri á svæðinu.

Ljósmynd/Eiríkur Jónsson

Frystitogari Brims, Höfrungur III AK, var í dag í kantinum norðan Patreksfjarðar og hefur aflinn verið sæmilegur eða um fimm til sex tonn í síðasta holi, að sögn skipstjórans Haraldar Árnasonar.

„Við komum hingað í nótt og mér sýnist að það verði stuttur stans að þessu sinni. Það spáir brjáluðu veðri í kvöld og sama spá er fyrir morgundaginn. Við verðum sennilega að flýja suður fyrir land og mér kæmi ekki á óvart að reynt verði við djúpkarfa í Skerjadjúpi næstu daga,” er haft eftir Haraldi á vef Brims.

Þar segir að Höfrungur III hefur verið 12 daga í veiðiferðinni en í síðasta túr hafi heildaraflinn verið um 725 tonn upp úr sjó.

Stefna sunnar

„Núna erum við á höttunum eftir öllu öðru en þorski. Við vorum í Reykjafjarðarálnum, þar sem var mjög góð ýsuveiði í tæpa tvo sólarhringa, og einnig á Strandagrunni. Það er búin að vera töluverð ótíð en síðustu dagar hafa samt verið ágætir. Skipin hafa fengið eitthvað af þorski á Þverálshorninu og einnig á Strandagrunni en Halinn hefur verið óvenju daufur. Þar er nú lítið af ufsa og reyndar hefur gengið erfiðlega að finna ufsa um þessar mundir,” segri Haraldur.

Hann segir að áhöfnina ætla að láta reyna á miðin sem liggja sunnar þrátt fyrir að hafa fáar upplýsingar um aflabrögðin þar, staðan sé einfaledlega þannig að betra er að færa sig vegna væntanlegs íllveðurs á Vestfjarðamiðum.

Innlendar Fréttir