10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Hollenski pyntingagámurinn „sýnir kókaínnotendum afleiðingar neyslunnar“

Skyldulesning

Fyrir tveimur árum fundu hollenskir lögreglumenn sjö gáma i Wouwse í Brabant. Sex þeirra voru notaðir eins og einhverskonar fangageymslur en þar voru handjárn og fótjárn. Sá sjöunda virtist hins vegar vera notaður til pyntinga en í honum var tannlæknastóll með böndum til að festa hendur og fætur og ýmis tæki og tól til að pynta fólk. Að auki var gámurinn hljóðeinangraður.

Talið er að eiturlyfjagengi hafi notað gámana til að geyma fólk í og pynta. Málið er nú fyrir dómi og sagði saksóknari í málflutningi sínum að gámarnir ættu að vera aðvörun til kókaínnotenda um afleiðingar fíknar þeirra. Hann sagði að eiturlyfjagengi hiki ekki við að beita ofbeldi og að það sé nátengt notkun ólöglegra fíkniefna.

11 eru ákærðir í málinu, þar á meðal Roger „Piet Costa“ P sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt morð á keppinautum sínum á eiturlyfjamarkaðnum.

Fyrir dómi kom fram að í Rotterdam hefði lögreglan fundið hús þar sem „aðgerðahópur“ eiturlyfjahringsins hafði aðsetur en hlutverk hans var að hafa uppi á ákveðnum einstaklingum og flytja þá til Wouwse. Á báðum stöðum fann lögreglan einkennisbúninga lögreglunnar, skotheld vesti og blá blikkljós til að nota á bíla. The Guardian skýrir frá þessu.

Saksóknarar lögðu fram skilaboð sem höfðu gengið á milli meðlima eiturlyfjagengisins en í þeim ræddu þeir um pyntingar á fólki.

Saksóknarar krefjast 12 ára fangelsis yfir Roger P en hann á annan dóm upp á 17 ár yfir höfði sér fyrir annað mál. Hann er sagður umsvifamikill í fíkniefnaheiminum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir