1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Hollywood stjörnur ætla með utandeildarlið í ensku úrvalsdeildina

Skyldulesning

Hollywood leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eru nýir eigendur velska félagsins Wrexham sem leikur í fimmtu efstu deild í fótbolta á Englandi.

Þeir heimsóttu heimavöll liðsins í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa keypt 100% hlut í félaginu í febrúar síðastliðnum. Þeir sáu liðið tapa 3-2 gegn Maidenhead á þriðjudag og verða í stúkunni í fyrsta sinn er liðið tekur á móti Torquay um helgina.

Þeir segja að draumurinn sé að fara með félagið upp í ensku úrvalsdeildina. „Það hefur komið okkur á óvart hvað við höfum hlotið mikinn stuðning frá vinum okkar og fjölskyldu. Þetta er ótrúlega smitandi,“ sagði Ryan Reynolds sem leikur í Deadpool  myndunum.

Ég þykist ekki vera neinn fótboltasérfræðingur, en ég sé fegurðina í stuðningsmönnunum og í gegnum aðra. Ég væri að ljúga ef ég segði að enska úrvalsdeildin væri ekki draumurinn. Við viljum koma okkur aftur í atvinnumannaboltann og taka næsta skref fram á við.“

Wrexham hefur farið sæmilega af stað undir stjórn Phil Parkinson, nýja þjálfara liðsins, eftir að hafa eytt miklum fjárhæðum í sumarglugganum. Rauðu drekarnir, eins og þeir eru kallaðir, er í 11. sæti utandeildarinnar og hafa unnið 4 leiki af 11 leikjum það sem af er tímabils.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir