10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Hópsmit í herbúðum Newcastle – Bannað að mæta á æfingar

Skyldulesning

Leikmenn Newcastle geta ekki mætt á æfingu í dag vegna þess hve mikill fjöldi leikmanna er sýktur af COVID-19 veirunni.

Newcastle liðið hefur síðustu daga verið að glíma við smit og fjöldinn er orðinn slíkur að nú verður ekkert æft.

Fimm leikmenn liðsins voru í sóttkví um liðna helgi og þrír voru með staðfest smit, þessi tala hefur nú orðið hærri en ekki kemur fram um staðfestan fjölda smita.

Newcastle á leik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á föstudag og óvíst er hvort leikurinn geti farið fram.

Í reglum enska knattspyrnusambandsins kemur fram að 14 leikmenn þurfi að vera fjarverandi vegna COVID-19 ef fresta á leik.

Newcastle United’s squad have been told to stay away from their training ground following an outbreak of coronavirus.

— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir