7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Hópur manna gerði aðsúg að lögreglu

Skyldulesning

Þrír voru handteknir í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hópur manna gerði aðsúg að lögreglu, tálmaði störf þeirra og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.

Fram kemur að mennirnir séu grunaðir um brot á lögreglusamþykkt, hótanir, að tálma störf lögreglunnar o.fl. Voru þremenningarnir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einn þeirra var 17 ára og var málið því tilkynnt foreldrum hans og barnavernd.

Ekki náðist í lögregluna til að fá frekari upplýsingar um málið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir