5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli

Skyldulesning

CSKA Moskva tók á móti Ural í rússnesku deildinni í dag. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskva og Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Ilya Shkurin skoraði fyrsta mark leiksins fyrir CSKA Moskva á 12. mínútu. Andrey Egorychev jafnaði metin fyrir Ural á 31. mínútu.

Í upphafi síðari hálfleiks fékk Pavel Pogrebnyak leikmaður Ural að líta rauðaspjaldið. Á 60. mínútu fengu CSKA Moskva vítaspyrnu sem Nikola Vlašić skoraði úr og kom heimamönnum yfir.

Igor Kalinin bjargaði stigi fyrir Ural með því að jafna leikinn á 89. mínútu.

Eftir leikinn er CSKA Moskva í þriðja sæti með 34 stig og Ural er í 12. sæti með 20 stig.

CSKA Moskva 2 – 2 Ural


1-0 Ilya Shkurin (12′)


1-1 Andrey Egorychev (31′)


2-1 Nikola Vlašić (60′)(Víti)


2-2 Igor Kalinin (89′)


Rautt spjald: Pavel Pogrebnyak, Ural (48′)

Innlendar Fréttir