6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Hörður og Arnór spiluðu í tapi sem færir þá úr toppsætinu

Skyldulesning

Hörður Björgvin Magnússon, var í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tapaði 1-0 fyrir Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Sigurðsson var á meðal varamanna CSKA en kom inn á 58. mínútu.

Það var Djorde Despotovic, leikmaður Rubin Kazan, sem skoraði eina mark leiksins og tryggði liði sínu sigur á 59. mínútu.

Tapið færir CSKA niður í 2. sæti deildarinnar þar sem liðið er með sama stigafjölda og Zenit frá Pétursborg , 32 stig, þegar 16. umferðir eru búnar af deildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir