Hormóna getnaðarvarnir auka líkurnar á brjóstakrabbameini lítillega – DV

0
111

Getnaðarvarnir, sem byggjast á hormónum, auka líkurnar á brjóstakrabbameini lítillega. Skiptir þá engu hvort þær eru blandaðar eða eingöngu byggðar á prógestóni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að flestar, ef ekki allar, tegundir getnaðarvarna, sem byggjast á hormónum, auka líkurnar á brjóstakrabbameini. Þetta á við um getnaðarvarnir allt frá pillum til ígræddra í legið.

Rannsóknin var nýlega birt í PLOS Medicine. Í henni kemur fram að ef prógestón getnaðarvörn er notuð þá aukist líkurnar á brjóstakrabbameini um 20 til 30%. Það er svipað hlutfall og þegar getnaðarvarnir, sem byggjast á hormónum, eru notaðar.

Líkurnar á að fá brjóstakrabbamein eru þó litlar, sérstaklega hjá ungum konum. Í heildina eykur þetta hættuna á að fá brjóstakrabbamein aðeins lítillega.

Niðurstöðurnar geta hjálpað fólki til að taka upplýstari ákvarðanir um hvort nota eigi hormónagetnaðarvarnir.