2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Hörmungar Özil í Tyrklandi halda áfram – Settur í bann og sagður í ömurlegu formi

Skyldulesning

Erfiðleikar á ferli Mesut Özil halda áfram en Fenerbache í Tyrklandi hefur fengið nóg af leti þýska leikmannsins og sett hann í bann.

Özil fær ekki að æfa eða spila með aðalliði Fenerbache en félagið gaf út yfirlýsingu í dag. Um er að ræða ótímabundið bann og óvíst hvort Özil spili nokkuð aftur fyrir félagið.

Özil kom til Fenerbache frá Arsenal í janúar á síðasta ári. Hann hefur ekki fundið sig en hjá Arsenal var hann einnig settur til hliðar.

Özil er ekki eini leikmaður Fenerbache sem er settur út en Ozan Tufan sem er í láni frá Watford fær sömu meðferð.

Ástæðan er sú að Fenerbache segir Özil ekki í góðu líkamlegu formi. Hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Konyaspor um helgina vegna þess að hann gat ekki haldið í við hraðan leik samkvæmt Fenerbache.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir