Hörmungar tölfræði Lampard – Sjáðu árangur hans í síðustu sautján leikjum sem stjóri – DV

0
134

Rodrygo var maðurinn sem gekk frá Chelsea þegar Real Madrid heimsótti Brúnna í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Frank Lampard hefur nú tapað öllum fjórum leikjum sínum sem stjóri Chelsea eftir að hann tók tímabundið við.

Lampard hefur unnið einn af síðustu sautján leikjum sínum sem þjálfari en hann var rekinn frá Everton fyrr á þessu tímabili.

Real Madrid var í góðri stöðu eftir fyrri leikinn á Spáni sem Real Madrid vann 2-0.

Chelsea átti góða spretti í fyrri hálfleik en Thibaut Courtois markvörður Real og fyrrum leikmaður Chelsea var í ham.

Í síðari hálfleik var komið að Rodrygo sem skoraði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik og tryggði samanlagðan 4-0 sigur. Real Madrid mætir að öllum líkindum Manchester City í undanúrslitum.

🫠 Frank Lampard’s last 17 games as a manager:

❌ Lost 2-1
❌ Lost 2-0
❌ Lost 1-0
❌ Lost 2-0
❌ Lost 2-1
❌ Lost 3-1
❌ Lost 4-1
🤝 Drew 1-1
❌ Lost 2-1
❌ Lost 3-0
❌ Lost 4-1
❌ Lost 2-0
🤝 Drew 0-0
✅ Won 3-0
❌ Lost 1-0
❌ Lost 2-0
❌ Lost 2-1
❌ Lost 2-0 pic.twitter.com/mxhcOQLsOd

— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) April 18, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði