Fyrstu greiningar á jarðvegssýnunum, sem voru tekin á loftsteininum Ryugu og flutt til jarðarinnar, sýna að á loftsteininum eru sameindir sem þarf til að líf, eins og við þekkjum það, geti þrifist. Niðurstöður rannsókna á jarðvegssýnunum sýna að á Ryugu eru margir þeirra hornsteina sem þarf til að mynda líf.
Rannsóknin var birt nýlega í vísindaritinu Science.
Sýnin voru sótt til Ryugu með japanska Hayabusa2 geimfarinu. Um 5 grömm var að ræða.
Ryugu er á braut um sólina á milli jarðarinnar og Mars.
Meðal þess sem fannst í sýnunum eru sameindir sem eru nauðsynlegar til að líf geti þrifist og er þá átt við líf eins og við þekkjum það. Þar á meðal eru 15 amínósýrur sem eru hornsteinar prótíns. Þessar sameindir eru ekki lifandi en af því að þær eru í öllu lifandi, kalla vísindamenn þær „forlífs“.