Hótelbransinn aldrei verið stærri á Íslandi – DV

0
185

Þegar COVID-faraldurinn gekk yfir með tilheyrandi takmörkunum á samkomum og ferðalögum eins og menn muna datt hótelbransinn niður um allan heim. Ísland var engin undantekning og lokuðu hótel og þekktir ferðamannastaðir dyrum sínum. Þegar einn dettur úr keðjunni þá hefur það keðjuverkandi áhrif á alla röðina. Þau fyrirtæki sem selja hótel og veitingavörur til hótela og veitingastaða seldu eðlilega ekki mikið í faraldrinum.

Hótelbransinn tók síðan heldur betur kipp þegar faraldrinum lauk og hefur aðsókn ferðamanna til landsins sem dæmi aldrei verið meiri og gistinýting afar há.

Bako Ísberg hefur þjónustað veitingastaði, stóreldhús, bari, hótel og gistiheimili um árabil og á meðan á faraldrinum stóð minnkaði eðlilega hóteldeildin og fókusinn fór á heimilin þar sem fólk bjó til sinn eigin heimabar og gerði vel við sig í mat og drykk og fyllti eldhúsin sín af hágæða fagmannsgræjum sem og postulíni og glösum.

Í dag hefur þetta snúist við og öll hótel með mikla nýtingu og mikið af nýjum gististöðum að opna auk þess sem er algjört met í opnun veitingastaða á landinu.

Þetta er auðvitað fagnaðarefni fyrir fyrirtæki eins og Bako Ísberg, en fyrirtækið er einmitt að halda hótelsýningu sem hefst á morgun, fimmtudag, og stendur yfir í tvo daga. Á hótelsýningunni kynnir fyrirtækið allt það nýjasta í hótel og veitingageiranum.

Hægt er að lesa allt um sýninguna á www.bakoisberg.is