5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Hræðileg tölfræði Trent í gær – Tapaði boltanum í 23 skipti

Skyldulesning

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano í Meistaradeild Evrópu í gær. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega. Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn.

Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.

Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool átti ansi slakan leik, hægri bakvörðurinn hefur ekki átt gott tímabil og hefur nú misst sæti sitt í enska landsliðinu.

Alexander-Arnold var gómaður í fyrsta marki Real Madrid þegar hann náði ekki að elta Vinicius og hann skallaði svoltann fyrir Marco Asensio í öðru marki Real Madrid, klaufaleg mistök.

Alexander-Arnold tapaði boltanum í 23 skipti í leiknum, enginn leikmaður tapaði boltanum oftar á vellinum. Alexander-Arnold gerði tvö mistök sem kostuðu skot á mark Liverpool, annað var markið hjá Asensio.

Alexander-Arnold átti enga tæklingu í leiknum og vann aðeins tvö einvígi af átta í leiknum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir