7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Hræðslulistinn

Skyldulesning

Laugardagur, 19. febrúar 2022

Hræðslulistinn

Listinn yfir viðburði, fyrirbæri og hluti sem við eigum að óttast og aðlagast með því að verða fátækari og fælnari lengist í sífellu.

Veirutímar hafa auðvitað verið ráðandi atriði á þeim lista og sennilega verður reynt að halda í slíkt. En svokölluð hlýnun Jarðar er annað. Af því að við nýtum hagkvæmt jarðefnaeldsneyti þá er heimsendir handan við hornið.

Hvað fleira?

Jú, að ef ríkisvaldið er ekki með puttana í öllu þá deyr fátækt fólk í bílförmum úti á götu, heilbrigðiskerfið molnar niður, vegirnir nánast hverfa, öryrkjar svelta til dauða og Rússarnir koma.

Þú ert ekki fullorðin manneskja, eða hvað? Þú þarft að óttast. Þig vantar reglugerðir. Þú þarft að vantreysta nágranna þínum en treysta á opinbera embættismenn.

Er ekki kominn tími til að fleygja þessum áróðursbæklingum í ruslið?


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir