Hrafnkell segir eitt lið gleymast í umræðunni – „Við setjum kröfur á að þeir fari í umspilið“ – DV

0
76

Menn mega ekki sofa á Leikni R. í Lengjudeild karla í sumar. Þetta segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í markaþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.

Leiknir vann góðan 1-3 sigur á Þrótti R. í fyrstu umferð deildarinnar á föstudag og má búast við miklu af liðinu í sumar.

„Við setjum kröfur á að þeir fari í umspilið. En ég myndi segja að hörðustu Leiknismenn megi setja kröfu á að þeir fari upp,“ sagði Hrafnkell í síðasta þætti.

„Þeir eru með Omar Sowe, Kaj Leo í Bartalsstovu, Daníel Finns, allt leikmenn sem voru í efstu deild í fyrra,“ bætir hann við og nefnir enn fleiri sterka leikmenn Leiknis.

Ef hlutirnir ganga upp getur Leiknir barist á toppnum.

„Það er verið að tala mikið um Fjölni, Grindavík og ÍA en menn eru svolítið að gleyma Leiknismönnum.“