-1 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Hreinasta hörmung á stórum köflum

Skyldulesning

Bruno Fernandes og Anthony Martial fagna marki þess fyrrnefnda eftir …

Bruno Fernandes og Anthony Martial fagna marki þess fyrrnefnda eftir 6:2-sigur United gegn Leeds um síðustu helgi.

AFP

Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, segir að staða liðsins í ensku úrvalsdeildinni sé stórskrítin.

United er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool, en United á leik til góða á Englandsmeistaranna.

Þrátt fyrir að United sé í þriðja sæti deildarinnar hefur liðið ekki virkað neitt allt of sannfærandi í mörgum leikjum tímabilsins, sérstaklega á heimavelli.

„Fyrir tímabilið þá voru kröfurnar þær að United myndi brúa bilið á topplið deildarinnar,“ sagði Neville sem starfar í dag sem sparkspekingur hjá Sky Sports.

„Það átti enginn von á því að þeir myndu blanda sér af jafn mikilli alvöru í þessa toppbaráttu og þeir hafa í raun gert.

Þeir eiga raunhæfa möguleika á því að vera í öðru sæti deildarinnar ef þeir vinna leikinn sem þeir eiga inni. 

Mér finnst þeir ekki hafa spilað eins og lið sem er í öðru sæti deildarinnar. Frammistaða liðsins hefur verið hreinasta hörmung á stórum köflum.

Þeir eru þar sem þeir eru sem er virkilega gert og allt tal um að það eigi að reka knattspyrnustjórann er hrein og bein þvæla,“ bætti Neville við.

Innlendar Fréttir