Hreint mögnuð staðreynd um tímabil Arsenal – DV

0
74

Arsenal hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, þó svo að útlit sé fyrir að Manchester City verji að lokum Englandsmeistaratitil sinn.

Skytturnar eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á City sem stendur. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

Arsenal leiddi kapphlaupið á toppnum lengi vel en apríl var slæmur mánuður fyrir liðið, þar sem það missteig sig í fjórum leikjum.

Lærisveinar Mikel Arteta komust hins vegar aftur á sigurbraut í gær með afar sannfærandi 3-1 sigri á nágrönnum sínum í Chelsea.

Þetta var tíundi sigur Arsenal í Lundúnaslag á þessari leiktíð. Liðið varð jafnframt það fyrsta í sögunni til að ná því afreki.

Næsta verkefni Arsenal er ansi krefjandi, Newcastle á útivelli á sunnudag. Liðið heldur í veika von um að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í nítján ár.

Arsenal are the first team in English Football history to win 10 London derbies in a league campaign.

London is 🔴 pic.twitter.com/nqSC0Z9wJA

— ESPN UK (@ESPNUK) May 3, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði