5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Hreyfingunni blöskrar nýjasta regluverk stjórnvalda – „Komið þessu liði burt sem fyrst“

Skyldulesning

Búið er að banna íþróttaæfingar vegna herts samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Frá þessu var greint á fréttamannafundi rétt í þessu. Reglurnar taka gildi á miðnætti. Reglurnar gilda um börn og fullorðna.

Knattspyrnufélög sem nú undirbúa sig undir Íslandsmót sem hefjast á í apríl munu því ekki geta æft á næstunni. Gilda reglurnar í þrjár vikur. Íþróttahreyfingin hefur reglulega verið sett á ís vegna COVID-19 veirunnar sem nú virðist í vexti á Íslandi.

Óhætt er að segja að íþróttahreyfingin hafi aldrei verið jafn ósátt, endalaus stopp á meðan önnur lönd leyfa keppnisíþróttum að halda áfram. „Nú krefst ég þess að KSÍ standi í lappirnar, annars er ég hættur amk. Það er ekki hægt að kveikja og slökkva endalaust á leikmönnum,“ skrifar Björgvin Stefán leikmaður Leiknis F um málið.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður er einnig ómyrkur í máli. „ÍSÍ er getulaust apparat. Komið þessu liði burt sem fyrst. Þetta er blautur klútúr. Þessi fundur sem nú er í boði er broslegur ekki síst hvað varðar bóluefni,“ skrifar Gaupi um stöðu mála.

Fleiri taka í sama streng eins og sjá má hér að neðan.

Guðjón Guðmundsson – Íþróttafréttamaður:

ÍSÍ er getulsust apparat. Komið þessu liði burt sem fyrst. Þetta er blautur klútúr. Þessi fundur sem nú er í boði er broslegur ekki síst hvað varðar bóluefni. Annars léttur.Eina.

— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 24, 2021

Indriði Áki Þorláksson – Leikmaður Fram:

Þarf ekki einhver að segja af sér núna?

— Indriði Áki (@IndridiAki) March 24, 2021

Bjarni Helgason – Íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu:

Helvítis fokking fokk.

— Bjarni Helgason (@BjarniHelgason) March 24, 2021

Björgvin Stefán Pétursson – Leikmaður Leiknis F:

Nú krefst ég þess að KSÍ standi í lappirnar, annars er ég hættur amk. Það er ekki hægt að kveikja og slökkva endalaust á leikmönnum. Takk.

— Björgvin Stefán (@bjorgvinpeturs) March 24, 2021

Arnar Már Guðjónsson – Leikmaður ÍA:

Fyrir næsta blaðamannafund ráðherra. Ekki brosa eða reyna að vera jolly í eina fkn sek þegar þið tilkynnið svona nema þið viljið hnefasamloku frá @hallurflosason

— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) March 24, 2021

Guðlaugur Valgeirsson – Keilumeistari:

Sorglegt að sjá ÍSÍ samþykkja það frá íslenskum stjórnvöldum að setja allt í lás aftur….undirstrikar það að fyrir þeim eru íþróttir á Íslandi ekkert nema hobbý! Engin virðing borin fyrir íþróttafólk og þeirri vinnu sem þetta er fyrir suma

— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) March 24, 2021

Damir Muminovic – Leikmaður Breiðabliks:

pic.twitter.com/2v1AmrfmY9

— damir muminovic (@damirmuminovic) March 24, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir