4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Hrósar Dagnýju í hástert

Skyldulesning

Dagný Brynjarsdóttir hefur farið vel af stað með West Ham.

Dagný Brynjarsdóttir hefur farið vel af stað með West Ham.

Ljósmynd/West Ham

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur farið vel af stað með enska knattspyrnufélaginu West Ham, en hún gekk í raðir þess í janúar.

Hún hefur verið í byrjunarliði West Ham í síðustu leikjum og spilað vel. Þá lagði hún upp mark í 5:0-sigri á Reading í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hafði aldrei heyrt um Dagnýju áður en hún kom til West Ham en hún hefur byrjað mjög vel og aðlagast hratt. Hún spilar eins og hún hafi verið hjá okkur í mörg ár.

Hún vinnur vel, er hávaxin og hættuleg í föstum leikatriðum. Hún mun reynast mikilvæg og hún verður í uppáhaldi hjá stuðningsfólki,“ sagði Michelle Irons um Dagnýju á vefsíðunni West Ham Zone.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir