3.1 C
Reykjavik
Laugardagur 1 apríl 2023

Hrottalegt morð skekur Þýskaland – Unglingsstúlka var lögð í einelti og myrt af vinkonum sínum þegar hún leitaði hjálpar – DV

Related stories

spot_img

Morð í Þýskalandi hefur vakið mikinn óhug. Það var um helgina sem foreldrar 12 ára stúlku, sem hefur aðeins verið auðkennd með nafninu Luise sökum persónuverndarlaga, hringdu á lögregluna eftir að hún skilaði sér ekki heim. Hún hafði átt að koma heim þremur tímum fyrr eftir að hafa verið að leika við vinkonu sína.

Upp hófst mikil leit og degi síðar fannst hún látin í skógi. Krufning á líki hennar benti til að hún hefði látið vegna fjölda stungusára.

Málið vakti enn meiri óhug þegar tvær vinkonur Luise, 12 og 13 ára, játuðu að hafa banað henni.

Lögregla hefur ekki gefið upp hvers vegna stúlkurnar myrtu Luise, en börn yngri en 14 ára eru ósakhæf í Þýskalandi.

Nú greinir þýski miðillinn Bild frá því að Luise hafi greint kennara frá því að vinkonur hennar tvær hefðu verið að leggja hana í einelti mánuðum saman.

Þær hafi brugðist við því með því að stinga hana rúmlega 30 sinnum í hefndarskyni.

Luise hafi hitt 13 ára vinkonuna á laugardaginn heima hjá þeirri síðarnefndu. Þó þær hafi þekkt hvora aðra árum saman, tekið saman rútuna í skólan og voru í sama bekk, þá er ekki ljóst hvers vegna Luise hafi samþykkt að hitta vinkonuna í ljósi eineltisins.

Síðar um daginn hafi 12 ára vinkonan slegist í för með þeim og þær gengið inn í nálægan skóg. Þar hafi vinkonurnar stungið Luise rúmlega 30 sinnum með hníf.

Íbúi á svæðinu hafði séð stúlkurnar ganga inn í skóginn og benti lögreglu á þær. Lögregla hafi í kjölfarið tekið skýrslu af vinkonunum og þær þá játað á sig morðið.

13 ára vinkonan er sögð hafa n eytt þá yngri til að aðstoða sig.

Eftir morðið fóru vinkonurnar aftur heim til þeirrar 13 ára og þar var sú yngri sótt af föður sínum. Siðan hringdi eldri stúlkan í foreldra Luise og sagði þeim lygasögu um að Luise hefði haldið af stað um hálf sex leytið og hefði ætlað að láta vita þegar hún væri komin heim. Þar sem Luise hefði ekki haft samband hefði sú 13 ára fengið áhyggjur og reynt ítrekað að hringja í hana án árangurs.

Þetta sagði hún foreldrum Luise, vitandi að dóttir þeirra væri látin að hennar völdum.

Nýjast

spot_img