4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Hrun í ár í tekjum af turnferðum

Skyldulesning

Skólavörðuholtið hefur lengi verið vinsæll áningarstaður, ekki síst meðal erlendra …

Skólavörðuholtið hefur lengi verið vinsæll áningarstaður, ekki síst meðal erlendra ferðamanna.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kórónuveikifaraldurinn hefur sett mark sitt á rekstur Hallgrímskirkju á þessu ári. Tekjur af útsýnisferðum upp í turninn hafa hrapað svo nemur um 180 milljónum króna og á móti hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr kostnaði.

Steypuviðgerðum og öðru viðhaldi verður hins vegar ekki frestað og nú er m.a. unnið að viðgerðum á tveimur gluggum í kór kirkjunnar.

Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir að árið hafi byrjað mjög vel og í takti við síðustu ár á undan. Hratt hafi hins vegar dregið úr heimsóknum ferðamanna eftir að kórónuveikin kom til sögunnar. Gott skot í júlí, ágúst og byrjun september hafi haft mikið að segja, en tekjur ársins af skoðunarferðum í heild verði þó aðeins um fjórðungur af turntekjum síðasta árs. Nú er turninn aðeins opinn í fjóra tíma á dag, frá kl. 11-15, og kostar þúsund krónur fyrir fullorðna að fara upp með lyftunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir