6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Hryllingur í Þýskalandi í dag – Ungbarn á meðal hinna látnu eftir að miðaldra maður ók inn í göngugötu

Skyldulesning

Eins og við greindum frá fyrr í dag ók maður inn í hóp vegarenda í göngugötu í borginni Trier, vestarlega í Þýskalandi. Samkvæmt fyrstu fréttum létu tveir lífið og 15 slösuðust. Þær tölur hafa nú verið leiðréttar.

Eftir athæfi mannsins liggja fjórir eftir látnir, þar á meðal ungbarn. Bild greinir frá.

Tala slasaðra liggur ekki ljós fyrir en talan 15 hefur verið nefnd.

Ökumaðurinn er 51 árs gamall Þjóðverji. Var hann handtekinn á staðnum og hefur verið í yfirheyrslu frá lögreglu síðan, en atvikið átti sér stað í eftirmiðdaginn.

Sjónarvottar segjast hafa séð fólk í loftköstum yfir götunni er maðurinn ók á hvern þann sem fyrir honum varð.

Maðurinn er sagður hafa ekið dökkum Range Rover jeppa.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir