4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Hugsanlegt að jarðvegurinn sé ónýtur

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Frá brunanum í Hrísey.

Frá brunanum í Hrísey.

Ljósmynd Sindri Swan

„Þetta tengist því að rústirnar voru opnar svo lengi. Eins og staðan er núna vitum við ekki almennilega hvernig þetta lítur út,“ segir Valgeir Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey. Vísar hann þar til innköllunar á eggjum fyrirtækisins. 

Eggin voru kölluð inn sökum þess að hátt gildi díoxíns mældist í þeim. Hægt er að rekja það til bruna í frystihúsinu í Hrísey í maí. Að sögn Valgeirs var frágangurinn að slökkvistarfi loknu þess eðlis að díoxið festist í jarðveginum á svæðinu nærri brunanum. 

Gætu þurft að ráðast í framkvæmdir

 „Eggin, sem við vorum að innkalla, var verpt um mánaðarmótin ágúst september. Við höfum sett nýrri egg í sýnatöku og fáum niðurstöðu úr henni 10. desember. Ef gildin hafa lækkað þá er þetta hlutur sem mun jafna sig,“ segir Valgeir.

Aðspurður segir hann að fyrirtækið verði að ráðast í veigamiklar framkvæmdir fari svo að gildi díoxíns sé óbreytt. „Þá gætum við mögulega þurft að fara í jarðvegsskipti í kringum búið. Það er heljarinnar framkvæmd,“ segir Valgeir sem kveðst ósáttur við frágang frystihússins sem brann. 

Útilokar ekki skaðabótamál

„Þegar húsnæði er látið standa svona ófrágengið þá er öll matvælaframleiðsla í nágrenninu í hættu. Maður lærir það af þessu og hugsanlega er þetta eitthvað sem yfirvöld ættu að beita sér sterklega fyrir að sé í lagi,“ segir Valgeir. 

Sjálfur kveðst hann ekki útiloka skaðabótamál fari svo að tjónið sé verulegt. Hins vegar vilji hann ekki vera með stórar yfirlýsingar að svo stöddu. „Ég ætla ekki að vera með yfirlýsingar fyrr en við vitum hvert tjónið er. Það verður að koma í ljós. Ef tjónið er hins vegar stórt þá verðum við að skoða það.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir