7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Hugvekja til Íslendinga árið 2020

Skyldulesning

heimssyn-thingvellir

Árið 1848 ritaði Jón Sigurðsson hugvekju til Íslendinga.  Hún fjallaði um að farsælast væri að Íslendingar réðu málum sínum sjálfir.  Ólíkt því sem sumir halda var hugvekja Jóns ekki rómantískur vafningur, hnýttur saman með Danahatri, heldur færði hann skynsamleg rök fyrir því að það væri hagstæðast og skynsamlegast að haga málum þannig að lög um íslensk málefni væru sett af Íslendingum sjálfum.  Þau rök eiga svo sannarlega við í dag, en svo virðist sem margir hafi gleymt því. 

Nú, árið 2020 ritar Arnar Þór Jónsson merka grein um hina nýju sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  Greinin er að hluta endurómur af málflutningi Jóns Sigurðssonar og er vel ígrunduð og skýr og hana mætti gjarnan lesa upphátt við setningu Alþingis næstu árin.  Arnar Þór kemur víða við og um EES-samninginn segir hann m.a.

Með hliðsjón af öllu framanrituðu ber að beina sjónum íslensks almennings að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er, þ.e. að ytri mörk heimilaðs framsals íslensks ríkisvalds eru næsta óljós og að viðamikið framsal valdheimilda íslenska ríkisins til stofnana EES byggir á veikum stjórnskipulegum grunni sem íslenskri þjóð ber að hafa vakandi auga með. 

Og Arnar Þór hvetur þjóðina og fulltrúa hennar til að horfast í augu við vandamálin og velta fyrir sér valkostum í samskiptum við útönd, öðrum en EES-samningnum.

„Hverra lög eru þetta?“ Undirritaður, sem unnið hefur drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, telur sér bæði rétt og skylt að bera þessa spurningu fram hér, jafnframt því að kalla eftir því að kjörnir embættismenn leiði upplýsta umræðu um þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og aðra valkosti.

Það er svo sannarlega tímabært.

Sjálfstæðisbaráttan nýja?


Flokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:41 |


«
Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir