Hún var gengin 20 vikur – Þá uppgötvaði hún hræðilegt leyndarmál eiginmannsins – DV

0
262

Þegar Georgia var gengin tuttugu vikur með barn sitt og átti að mæta í sónar. Eiginmaður hennar ætlaði með henni en mætti ekki á tilsettum tíma og hún náði ekki samband við hann klukkustundum saman. Ástæðan fyrir að hann fór ekki með henni í sónarinn var miklu verri en hana grunaði. Þegar Georgia var komin heim ætlaði hún að hringja í eiginmanninn en í því kom hann heim. „Ég man að ég hugsaði: „Það er bara eitthvað sem passar ekki,““ sagði hún í The Project að sögn news.com.au.

Eiginmaðurinn sagði henni að síminn hans hefði orðið rafmagnslaus. „Ég hélt áfram að þrýsta á hann og að lokum sagði hann mér að hann hefði verið handtekinn,“ sagði hún.

Eftir meiri þrýsting játaði hann að hann hefði verið handtekinn vegna kynferðisbrota gegn börnum.

Eiginmaðurinn, faðir ófædds barns hennar, hafði setið og skrifast á við 14-15 ára stúlkur, að því að hann hélt, og beðið þær um að senda nektarmyndir. En stúlkurnar voru í raun lögreglumenn.

Hann var sakfelldur fyrir þetta og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu og verður á skrá yfir kynferðisbrotamenn næstu 15 árin.

Georgia skildi við hann og býr nú með syni þeirra en hún hefur fullt forræði yfir honum.

Hún sagðist óttast daginn sem hún þarf að segja syni sínum frá föður hans. „Ég reyni að vera ekki of gagnrýnin á fyrrum eiginmann minn, í þeim skilningi að ég reyni ekki að hafa áhrif á skoðun sonar míns á honum, ef þið skiljið hvað ég á við. Ég við að sonur minn geti tekið við staðreyndum, skilið staðreyndir og síðan tekið ákvarðanir sjálfur,“ sagði hún.