6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Hús dagsins: Eyrarvegur 5a-7a

Skyldulesning

Verkamannabústaðahverfið við Eyrarveg reisti Byggingafélag Akureyrar P6221001á um átta ára tímabili, eða frá 1939 – 1947. Ef tekin eru mið af skráðum byggingarárum húsanna virðast þau hafa verið reist í þremur áföngum, 1939, 1942-43 og loks 1947. Þá er árið 1942 veitt heimild til að byggja þrjú hús í viðbót, en síðuhafi fann ekki sérstakar bókanir hjá bygginganefnd fyrir síðasta áfanganum. Enda hafði Byggingafélagið í raun tryggt sér svæðið og byggingarréttinn á þessu svæði, og öll húsin eftir sömu teikningu. Svo kannski var ekkert ósagt af hálfu bygginganefndar varðandi frekari byggingar. Voru húsin byggð í röð til austurs, í fyrsta áfanga Eyrarvegur 1-3, 5-7 ásamt ónúmeruðu húsi vestast, sem fyrst um sinn taldist standa við Hörgárbraut en fékk síðar númerið 2-4 við Sólvelli. Þremur árum síðar voru það hús nr. 9-11, 13-15, 17-19 og 21-23 og síðasta áfanga hús 25-27 og 25a-27a. Síðasttöldu húsin standa austast eða næst Norðurgötu en í þessum byggingaráfanga var einnig byggt á lausri lóð á bakvið hús nr. 5-7: Eyrarvegur 5a-7a (Samkvæmt reglum stærðfræðinnar mætti taka „a“ út fyrir sviga og skrifa þetta heimilisfang Eyrarvegur a(5-7).wink)  Lóðin var í krika sem myndaðist bakvið horn Sólvalla og Víðivalla, nýrrar götu norðan við Eyrarveg og vestan við hús nr. 9-11. Öll eru þessi hús byggð eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.

Eyrarvegur 5a er einlyft steinhús með lágu risi. Á vesturenda (þ.e. nr. 5a) er álma sem snýr stafni eða burst mót suðri en útskot með hallandi þaki við austurstafn hússins. Þannig voru húsin teiknuð í upphafi, en burstirnar, sem einkenna þessar byggingar voru byggðar við síðar. Veggir 5a eru múrsléttaðir en steiningarmúr á 7a, bárujárn á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar í flestum gluggum.

Fyrir heimilisfangið Eyrarveg 5a (í þgf.) birtast sex niðurstöður en 17 fyrir 7a. Sú elsta um 5a er tilkynning um brúðkaup þeirra Höllu Guðmundsdóttur og Óla Þórs Baldvinsdóttir í desember 1951. Eyrarvegar 7a er fyrst getið á prenti í andlátstilkynningu Guðbjargar Þóru Þorsteinsdóttur í júlí 1950. Hafa framangreind verið með fyrstu íbúum hússins. Um áratugaskeið bjuggu í Eyrarvegi 7a þau Ellert Marinó Jónasson (1914-1993)frá Brimnesi í Ólafsfirði, lengst af starfsmaður Rafveitu Akureyrar og Jónína Símonardóttir (1916-2008). Jónína frá Svæði í Svarfaðardal. Hafa ýmsir búið í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Árið 1957 var byggð við vesturhlutann, það er 5a, álma með lágu risi með stöfnum til N-S, eftir teikningum Tryggva Sæmundssonar. Byggt var við mörg þessi hús við norðanverðan Eyrarveg á þennan sama hátt, en á þessu parhúsi var aðeins byggt við vesturenda. Þá var byggður bílskúr, eftir teikningum Jóns Geirs Ágústssonar, nyrst og austast á lóð 7a árið 1961.

Parhúsið við Eyrarveg 5a-7a er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðirnar eru einnig sérlega gróskumiklar og vel hirtar. Austurhlutinn er óbreyttur að ytra byrði frá upphaflegri gerð en vesturhlutinn skartar burst, sem einkennir mörg parhús Byggingafélagsins við Eyrarveg.  Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. Ágúst 1939, nr. 842, 18. sept. 1939. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir