Húsið rústir einar – Vísir

0
64

Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar.

Það var um klukkan hálf níu í gærkvöldi sem óskað var eftir aðstoð vegna brunans. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. 

„Þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“

Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt. Eldsupptök liggja ekki fyrir en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag.

„Það er lítið sem hægt er að bjarga hér,“ sagði Gunnlaugur í gær. Það reyndist rétt því eftir gærdaginn er húsið rústir einar. 

Ljósmyndari Vísis fór á vettvang í dag og tók meðfylgjandi myndir af rústunum.

Svona lítur húsið út í dag.Vísir/Vilhelm Það var litlu hægt að bjarga.Vísir/Vilhelm Til stendur að rífa húsið.Vísir/Vilhelm Bruni í gamla slippnum Hafnarfirði Tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag.Vísir/Vilhelm Gaskútur sem stóð af sér brunann.Vísir/Vilhelm Húsið er rústir einar eftir gærdaginn. Óskað var eftir aðstoð vegna brunans um klukkan hálf níu í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Búið er að loka svæðinu af með lögregluborða.Vísir/Vilhelm Drónamynd af rústunum.Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum í Hafnarfirði lauk klukkan þrjú í nótt.Vísir/Vilhelm