5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Hvað ber að varast?

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 20.3.2021
| 15:12

Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar …

Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar í morgun.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnir hafa sent frá sér leiðbeiningar til almennings um hvað beri að varast ef farið er nærri gosstöðvunum í Geldingadal. Meðal annars er þar varað við að gönguferðin geti verið nokkuð löng, veður geti breyst með skömmum fyrirvara og að gasmengun geti verið talsverð í næsta nágrenni við gosstöðina.

 • Utanvegaakstur er ólöglegur. 
  • Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól.
 • Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. 
  • Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum.
 • Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina.
  • Vertu í gönguskóm, hlýjum  og vatnsheldum fatnaði.
  • Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er.
  • Vertu með nesti og vatn að drekka. 
  • Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. 
  • Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu.
  • Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. 
 • Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast.
  • Vertu með staðsetningartæki.
 • Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur.
 • Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. 
 • Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. 
  • Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. 
  • Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. 
  • Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni.
  • Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt
  • Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun.
  • EF þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir