0 C
Grindavik
9. mars, 2021

Hvað er satt í kjaftasögunum um Gary Martin? – „Hlæðu síðan aðeins hærra eða bara grjóthaltu kjafti“

Skyldulesning

Gary Martin framherji ÍBV hefur verið orðaður við Selfoss síðustu dagan en málið hefur verið krufið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Eyjamenn hafa látið hafa eftir sér að Gary Martin gæti farið frá félaginu en enski framherjinn kveðst ætla að taka slaginn áfram með ÍBV.

Selfoss er komið upp í Lengjudeildina þar sem ÍBV spilar. „Ég er með Suðurlandið á bakinu, Gary Martin dæmið um að hann væri að fara í Selfoss,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti dagsins og Mikael Nikulásson sagði að Selfoss hefði ekkert talað við Gary Martin.

Sérfræðingurinn, Kristján Óli Sigurðsson kveðst vera með skothelda heimildarmenn og sýndi Hjörvari skilaboðin þar sem þessi saga er sögð.

„Kíktu aðeins á símann minn hérna núna, hlæðu síðan aðeins hærra eða bara grjóthaltu kjafti,“ sagði Kristján Óli.

Hjörvar játaði því að þarna væru skilaboð sem staðfestu sögurnar um að Gary gæti farið í Selfoss,.

Innlendar Fréttir