6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

„Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“

Skyldulesning

Guðrún hágrét eftir atvikið.

Guðrún hágrét eftir atvikið.

Guðrún Brynjólfsdóttir lenti í atviki í dag sem hún mun seint gleyma. Eftir enn eina búðarferðina í Bónus í dag sat Guðrún hágrátandi úti í bílnum sínum og gat ekki hætt.

„Ástæðan var ekki sú að ég væri sorgmædd eða óhress, heldur ég hafði upplifað góðverk sem kom heldur betur flatt upp á mig,“ segir Guðrún í færslu á Facebook sem hún gaf K100 góðfúslegt leyfi til þess að deila áfram.

Hafði þegar greitt fyrir vörurnar

Í samtali við blaðamann segist Guðrún vilja koma góðverkinu á sem flesta staði og hvetja þannig fólk til þess að taka sér konuna sem breytti degi hennar sér til fyrirmyndar.

„Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið? Ég var að versla og það var ung kona á undan mér. Hún var ekki að kaupa neina matvöru, heldur gjafabréf og bauð mér að vera á undan sér á meðan hún beið eftir þjónustu. Ég þáði það, og renndi vörunum mínum í gegn, nema ég gleymi smotterý og fæ að hlaupa inn í búð að sækja það.

Þegar ég kem til baka er verið að afgreiða ungu konuna og vörurnar mínar biðu skannaðar við endann á afgreiðsluborðinu fyrir utan það sem ég hafði gleymt inni í búð sem átti eftir að skanna.

Ég beið því bara og bað svo unga manninn að bæta þessu við það sem ég átti eftir að borga,“ segir Guðrún.  

Afgreiðslumaðurinn tilkynnti Guðrúnu þá að unga konan hafði þegar greitt fyrir vörurnar hennar.

HA! Ó jeminn, hún hefur óvart verið rukkuð fyrir minn part – segi ég í geðshræringu og fannst það skelfilegt að ókunnug kona hefði verið rukkuð fyrir matinn minn. Nei, hún sagði að hún ætlaði að borga þetta, segir ungi drengurinn á kassanum.“

Guðrún hljóp því út að leita að konunni en fann hana ekki í myrkrinu. Hún var alveg miður sín yfir því að konan hefði greitt fyrir vörurnar og vildi ólm millifæra á hana til baka.

Vissi ekki hvað hún átti að segja 

„Svo kemur hún keyrandi – ég veifa henni og bið hana að stoppa – segi við hana: „Heyrðu elskuleg, ég held að þú hafir verið rukkuð fyrir matinn minn, ég vill fá að borga þér.“ – Nei alls ekki, segir hún. Ég ætlaði að borga þetta. Nú? segi ég stamandi af undrun, af hverju? – Bara af því bara, segir hún brosandi og segir svo bara Gleðileg jól.“

Guðrún starði undrandi á konuna og vissi ekki hvað hún átti að segja þegar konan segir við hana að það sé alveg nóg að þakka henni bara fyrir og bjóða gleðileg jól.

„Svo brosti hún bara og keyrði í burtu á meðan ég stamaði Takk og eitthvað sem ég ég skyldi ekki einu sinni sjálf. Hún valdi mig til að gleðja þennan dag. Þetta var ekki afþví að ég gat ekki borgað, heldur bara af því að hún vildi gleðja. Ég settist inn í bíl og hágrét á meðan ég sagði frá þessu á Instagram,“ segir Guðrún.

Vill búa til minningar um gott og gefandi fólk

Guðrún segist í samtali við blaðamann ætla að taka sér konuna til fyrirmyndar og búa til fallega stemmingu í desember og enda þannig þetta skrítna ár á því að búa til minningar um gott og gefandi fólk á Íslandi í staðin fyrir lokanir og leiðindi.

„Við ungu konuna langar mig að segja: TAKK fyrir mig. Þú þurftir ekki að gera þetta, en gerðir af góðmennsku og hjartagæsku. Það kann ég að meta og mun taka þetta góðverk lengra með því að gera það sama fyrir einhvern annan í jólamánuðinum. Einhvern sem ég þekki ekki neitt, og valin af handahófi. Þú elsku stelpa settir eitthvað af stað sem vonandi margir taka sér til fyrirmyndar.

Ég dáist að þér og þakka fyrir fólk í þessum heimi eins og þig. Þú ert raunverulega einhver sem breytir lífi fólks til hins betra.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir