5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Hvað viltu vita um Covid-19?

Skyldulesning

COVID-19 heimsfaraldurinn er alþjóðlegt hættuástand sem hefur alvarlegar afleiðingar á …

COVID-19 heimsfaraldurinn er alþjóðlegt hættuástand sem hefur alvarlegar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu og efnahag.

AFP

Lyfjastofnun hefur nú útbúið sérstaka Covid-19 síðu þar sem allar nýjustu fréttir okkar um Covid-19 tengd málefni eru birtar ásamt fróðleik um lyf og bóluefni gegn veirunni.Síðan er lifandi og verður uppfærð eftir gangi mála. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun, en þar segir einnig að eins og eðlilegt sé, „þá er áhugi á bóluefnum gegn Covid-19 mjög mikill nú um stundir og fjölmiðlar í óða önn að upplýsa um gang mála þar að lútandi.“

Síðuna má sjá hér. 

Þar er meðal annars svæði þar sem spurningum er svarað, t.d. af hverju það sé mikilvægt að bóluefni gegn veirunni verið aðgengilegt sem fyrst. 

„Bóluefni við COVID-19 eru lyf sem ætlað er að koma í veg fyrir COVID-19 sjúkdóm af völdum kórónuveirunnar SARS-CoV-2, með því að koma ónæmissvari af stað hjá þeim sem þau eru gefin.

COVID-19 heimsfaraldurinn er alþjóðlegt hættuástand sem hefur alvarlegar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu og efnahag. COVID-19 sjúkdómurinn getur verið mjög alvarlegur og langtímaáhrif hans eru óþekkt hjá fólki á öllum aldri, líka þeim einstaklingum sem voru við góða heilsu fyrir. Þá getur sjúkdómurinn dregið fólk til dauða.

Því er rík þörf á virkum og öruggum bóluefnum við COVID-19 til að koma í veg fyrir að fólk veikist, þá sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk og viðkvæmir hópar, eins og eldra fólk og einstaklingar með langvinna eða undirliggjandi sjúkdóma,“ segir í svarinu. 

Innlendar Fréttir