3 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Hver borðar minka og hesta?

Skyldulesning

norsk-minkabu

Sjö ár eru langur tími í síhvikulum heimi, heimi sem nú umhverfis kringum eina örsmáa veiru sem fyrir ári síðan stakk sér upp á matarmarkaði í Kína og dreifðist þaðan um heiminn. En fyrir sjö  árum horfðu nokkrir íslenskir þingmenn bjartsýnir inn í framtíðina. Í þeirri framtíðarsýn birtist  þeim heimur fullur af kjöti og heimur fullur af fólki sem vildi éta kjöt. 

Í þessum þingmannahópi sem þá gekk samstíga í einum stjórnmálaflokki voru tveir núverandi formenn íslenskra stjórnmálaflokka og tveir núverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands.  Þeir báru framtíðarsýnina um kjötið á borð fyrir Alþingi í þingsályktunartillögu um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi  (lagt fram árið 2013) og hvarvetna blasti við þeim sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað og endar sá listi með þessum bjartsýnisorðum:


„Áhugi á ýmsum öðrum kjötafurðum hefur vaxið erlendis og þar má nefna aukinn útflutning á hrossakjöti og mögulegan áhuga Kínverja á því að kaupa íslenskt minkakjöt til manneldis.“

Nú sjö árum seinna velti ég fyrir mér hvernig gengur að flytja út hrossakjöt og hvert umfang þess sé og hverjir kaupendur eru. Og hvort minkakjöt sé selt til Kína til manneldis. 

Ég velti fyrir mér hvað verður um líkama hesta og minka þegar dýrin eru deydd. Hvað verður um þá reiðhesta sem fólk á þegar þeir eru hættir að þjóna þeim tilgangi? Eru þeir sendir í sláturhús eða eru þeir settir í stóð? 

Hvað verður um líkama minka sem er slátrað? 


Myndin frá Otwarte Klatki er með CC-By leyfi  úr norsku minkabúi 2013


Innlendar Fréttir